Haltu nagdótinu öruggu og nálægt barninu með einstöku sílikon nagböndunum okkar. Mjúka sílikon fílinn má taka af, þá er hægt að nota bandið sem snudduband. Nagböndin hafa nútímalega hönnun og fást í mörgum litum. Hvaða litur er þinn uppáhalds?
Haltu nagdótinu öruggu og nálægt barninu með einstöku sílikon nagböndunum okkar. Mjúka sílikon fílinn má taka af, þá er hægt að nota bandið sem snudduband. Nagböndin hafa nútímalega hönnun og fást í mörgum litum. Hvaða litur er þinn uppáhalds?
Skilmálar áskrifta
24.10.2022
Vinsamlegast kynntu þér vel eftirfarandi áskriftarsamning.
Þú velur hvort að þú borgar mánaðarlegt gjald eða gerir árs samning sem þú borgar fyrir í einni greiðslu.
Mánaðarleg áskrift
-
Það verður sjálfkrafa tekið mánaðargjaldið af greiðslukortinu þínu í gegnum PayPal, þar til þú segir upp.
-
Fyrsta greiðslan í mánaðarlegri áskrift - Áskriftin þín hefst þann mánaðardag sem þú kaupir áskriftina.
Dæmi: Þú kemur í áskrift þann 15. október og þú ætlar að borga mánaðarlega. Þitt mánaðargjald gildir þá frá þeim degi til og með 15. nóvember. Þá ættir þú að borga fyrir næsta mánuð.
-
Áskrift þarf að segja upp og tekur uppsögn áskriftar gildi síðasta dag þess mánaðar sem greitt hefur verið fyrir.
-
Aðgangurinn sem fylgir þessum samningi gildir aðeins fyrir þig og aðeins þig.
-
Þú færð aðgang að öllu efni Tiny Viking.
Árs samningur
-
Þú greiðir fyrir 12 mánuði á einu bretti - Aðeins er hægt að segja upp eftir 12 heila mánuði.
-
Það verður sjálfkrafa tekið ársgjaldið af greiðslukortinu þínu í gegnum PayPal, þar til þú segir upp.
-
Þegar umsaminn áskriftartími er liðinn, þarf að segja upp áskrift annars heldur áskrift áfram þangað til að uppsögn berst.
-
Greiða fyrir árs samning - Áskriftin þín hefst þann mánaðardag sem þú kaupir áskriftina.
Dæmi: Þú kemur í áskrift þann 15. október og þú ætlar að borga árlega. Þinn árs samningur gildir þá frá þeim degi til og með 15. október, árinu á eftir. Þegar umsaminn áskriftartími er liðinn, þarf að segja upp áskrift annars heldur áskrift áfram þangað til að uppsögn berst.
-
Aðgangurinn sem fylgir þessum samningi gildir aðeins fyrir þig og aðeins þig.
-
Þú færð aðgang að öllu efni Tiny Viking.
Tiny Viking samfélagið á Facebook - aðeins fyrir meðlimi námskeiða
-
Skylt er að viðskiptavinir kynni sér gildandi reglur og fylgi þeim.
Þær eru eftirfarandi:
1. Sýnum virðingu og verum góð við hvort annað
Hér skulum við standa vörð um að skapa velkomið umhverfi fyrir alla. Sýnum öllum virðingu. Heilbrigðar umræður eru eðlilegar en þá er krafist góðvildar.
2. Engin hatursorðræða né einelti
Gakktu úr skugga um að öllum líði að þau séu örugg hér. Einelti af einhverskonar tagi er ekki leyfilegt né niðrandi ummæli.
3. Engar auglýsingar né kynningar
Hér erum við saman komin til að gefa af okkur. Sjálfskynning, ruslpóstur og óviðkomandi tenglar eru ekki leyfðir.
4. Virðum friðhelgi allra
Að vera hluti af þessu samfélagi krefst gagnkvæms trausts. Góðar umræður gerir hópinn frábæran en þær geta einnig verið einkamál og viðkvæmar. Það sem við deilum í þessu samfélagi skulum við halda innan hópsins.
Greiðslur
• Sjálfvirk greiðsla er samþykkt um leið og áskrift er keypt.
-
Áskriftaleiðir eru sjálfkrafa skuldfærðar á debetkort eða kreditkort meðlims alltaf þann mánaðardag sem að áskrift hefst. Þar til samningi er lokið eða sagt upp og uppsögn tekur gildi.
Dæmi: Ef meðlimur er í mánaðarlegri áskrift og hún hefst þann 15. október þá er næsta greiðsla þann 15. nóvember.
-
Upphæð greiðslu er háð áskriftarsamningi í gildi hverju sinni
Frysting á áskriftum
-
Frysting er fyrir einn heilan almanaksmánuð í senn - semsagt 1. til 31. þess mánaðar sem er frystur.
-
Þú verður að hafa samband til að biðja um frystingu á þinni áskrift
-
Það eru takmörk fyrir því hversu oft og hversu lengi er hægt að frysta.
-
Aðgangi verður lokað á meðan en þú heldur þínum kjörum þegar þú kemur aftur.
Greiðsla tekst ekki
• Takist ekki skuldfærslan fyrir mánaðargjaldi um mánaðarmót mun Tiny Viking reyna að skuldfæra aftur, þangað til greiðsla næst.
• Ef ógreitt þremur dögum eftir gjalddaga lokast á aðgang. Lokun kemur ekki til lækkunar mánaðargjalda.
• Ef skuldfærslan heppnast ekki á fyrri helmingi mánaðar fær viðkomandi tilkynningu þess efnis og fær tækifæri til þess að uppfæra greiðslupplýsingar og ganga frá greiðslu.
• Ógreidd mánaðrgjöld geta farið í innheimtu hjá Inkasso.
• Áskriftin og aðgangurinn er virkur þar til áskrift er sagt upp og uppsögn hefur tekið gildi.
Greiðslur almennt
• Tiny Viking notar þjónustu frá færsluhirðir þar sem Tiny Viking geymir einungis einkvæmt sýndarnúmer í stað kortanúmersins.
-
Þetta númer getur uppfærst þó gildistími kredit-kortsins sé liðinn og eða sjálfu kortinu hefur verið týnt eða lokað, líkt og hjá öðrum áskriftarveitum.
• Hægt er að sjá nánar hvaða upplýsingar Tiny Viking geymir, hér: ‘Persónuverndarstefna Tiny Viking’
• Það greiðslukort sem meðlimur skráir hjá Tiny Viking er alfarið á ábyrgð meðlimsins sem það notar. Tiny Viking getur ekki séð hver á sjálft greiðslukortið sem notað er og tekur ekki ábyrgð á misnotkun þeirra. Misnotkun greiðslukorta er tilkynnt til lögreglu.
• Tiny Viking áskilur sér rétt að breyta verðskrá án fyrirvara. Allar verðbreytingar taka gildi um leið og þær eru birtar.
-
Áskriftargjald ótímabundinna samninga má hækka einu sinni á ári, sem nemur hækkun á vísitölu neysluverðs - að hámarki mv. verðskrá var uppfærð síðast.
• Áskriftar og námskeiðisgjöld eru ekki endurgreidd, óháð mætingu/notkun.
Uppsögn (Segja upp ótímabundnum samningi/áskrift)
• Skráir þig inn á ‘Mín síða’ -
-
Undir flipanum “my subscriptions" geturðu séð "Núverandi áskrift" þar er takki sem heitir ”Cancel subscription” - þú smellir á hann og fylgir leiðbeiningum.
• Ef það birtist ekki möguleikinn ”Segja upp” þá leyfir samningurinn þinn ekki uppsögn á þessum tímapunkti.
• Uppsögn er ekki farin í gegn fyrr en “Sagt upp DD-MM-YYYY" birtist í staðinn fyrir ”Cancel subscription” takkann.
• Ekki er tekið við uppsögn með neinum öðrum hætti.
• Athugið að uppsagnarákvæði geta verið mismunandi eftir því hvaða samning þú ert að segja upp.
Námskeið fyrir hópinn þinn
-
Hafðu samband hér til að skrá hópinn þinn.
-
Lágmarksfjöldi er 5 manns á námskeið. Þá þarf skráningin að ná ákveðnum lágmarksfjölda.
-
Ekki er leyfilegt að mæta í tíma án þess að eiga bókað pláss.
-
Afbóka þarf námskeið að minnsta kosti 24 tímum áður en námskeið á að hefjast.
Námskeið
• Námskeiða- og áskriftargjöld eru ekki endurgreidd, óháð notkunar net-námskeiða, sökum veikinda né slyss.
• Einungis endurgreitt ef námskeiðið fellur niður, og ekki var hægt að nota upp í annað námskeið hjá Tiny Viking.
Skilmálar verslunar
Verð:
Frítt sendingargjald ef verslað er yfir 5.000 kr. Sendum frá Danmörk um allan heim með pósti. Til annara Evrópulanda er sendingarkostnaður allt að kr. 4.000 kr. Við áskiljum okkur fullan rétt vegna fyrirvaralausra verðbreytinga. Öll verð eru með 24% virðisaukaskatti.
Upplýsingar um seljanda:
Tiny Viking ehf. Kt: 441104-3160. Kambahrauni 45, 810 Hveragerði. Fyrirtækið sérhæfir sig í handavinnu net-námskeiðum sem og sölu á uppskriftum.
Greitt á netinu:
Hægt er að greiða með Visa, Mastercard og American Express. Greiðslan er hröð og örugg í gegnum Braintree eða PayPal. Einnig er hægt að millifæra á reikning fyrirtækis.
Afhending:
Frítt sendingargjald ef verslað er yfir 5.000 kr. Sendum um allan heim með pósti. Pakkar undir 2 kg. að þyngd í venjulegri stærð eru sendir í A pósti.
Tími frá pöntun til afhendingar er venjulega 4-7 virkir dagar.
Kaupandi fær skilaboð í tölvupósti þegar við afgreiðum vöruna frá okkur.
Útsölur og vöruskil:
Skilaréttur gildir ekki um vöru sem keypt er á útsölu.
Vöruskil:
Hægt er að skila vöru innan 14 daga frá pöntun. Kaupandi getur afturkallað pöntun sér að kostnaðarlausu ef tafir verða á afgreiðslu. Ef varan uppfyllir ekki væntingar kaupanda varðandi gæði eða lit getur kaupandi skilað vörunni innan 14 daga, varan þarf að vera ónotuð, með öllum merkjum og í upphaflegri pakkningu. Við endurgreiðum vöruna innan 10 daga frá því að við fáum hana í hendur. Sendingarkostnaður er ekki endurgreiddur. Vinsamlega sendið tölvupóst á netfangið contact@tinyviking.net áður en vöru er skilað.
Við vöruskil fær viðskiptavinur inneignakóða að verðmæti skilavöru, sem slegið er inn við næstu kaup í netverslun.
Kvartanir:
Sé varan gölluð eða kaupandi á einhvern hátt óánægður með kaupin hvetjum við kaupanda til að hafa samband við okkur svo við getum leyst málið í sameiningu. Sé gallaðri vöru skilað fæst sendingarkostnaður endurgreiddur. Það er okkur mikilvægt að viðskiptavinir okkar séu ánægðir og því hvetjum við viðskiptavini okkar til að hafa samband telji þeir að vara eða þjónusta hafi verið ófullnægjandi.
Pantanir:
Viðskiptavinir þurfa að hafa náð 18 ára aldri og pantanir eru bindandi. Pantanir sem eru gerðar í nafni annara án þeirra samþykkis, verða tilkynntar til yfirvalda.
Aðrar spurningar:
Ef þú hefur einhverjar spurningar, ekki hika við að hafa samband.
Sendu tölvupóst á contact@tinyviking.net eða hafðu samband í síma (+45) 40 60 90 79 á milli kl. 10-18 virka daga.