top of page
Tiny Viking lopapeysa

Tiny Viking lopapeysan er prjónuð með þremur litum en eins og alltaf má breyta og gera að sínu. Peysan er prjónuð neðan frá og upp eins og hefðbundin Íslensk lopapeysa. Byrjað er að prjóna búkinn og svo ermar.  Því næst er þetta sameinað á einn langan hringprjón og berustykki prjónað. Að lokum er prjónaður kragi og hann saumaður niður ef áhugi er fyrir. Lykkjað undir höndum og peysa þvegin og/eða pressuð.

Uppskriftin er gefin upp í tveimur mismunandi barnastærðum og svo í fullorðinsstærðum fyrir dömur og herra. 

Þessi uppskrift eins og allar prjónauppskriftir frá mér eru mjög byrjendavænar þar sem að hver stærð á sér ákveðinn lit svo auðvelt er að fylgja réttum tölum í gegnum alla uppskriftina.

 

Stærðir:

Barna: 8-10 ára, 10-12 ára

Fullorðins, dömu & herra: S, M, L, XL

 

Yfirvídd: 

Barna:

8-10 ára: 80 cm, 10-12 ára: 89 cm

Fullorðins, dömu & herra:

S: 89 cm, M: 98 cm, L: 107 cm, XL: 115 cm

 

Prjónfesta:

18 L x 24 umf= 10x10 cm á 4,5 mm prjóna

 

Garn: Léttlopi

 

(Á ljósmynd er prjónuð gul peysa með svörtum munsturbekk, þar er peysan prjónuð með aðeins tveimur litum. Gulum í aðallit og allt munstrið verður svart. Svona má t.d. leika sér að uppskriftum og gera að sínum)

Tiny Viking lopapeysa

€8.00Price
    bottom of page