top of page

Peysan er prjónuð ofan frá og niður, í hring. Við byrjum á hálsmálinu og prjónum niður berustykkið, setjum erma lykkjur á hjálparnælur og klárum að prjóna búkinn. Næst tökum við erma lykkjurnar af nælunum, upp á hringprjón og klárum að prjóna ermar.

 

Með þessari aðferð er auðvelt að leika sér að sídd peysu og erma (sumir vilja hafa stuttar, aðrir í síðari kantinum. Þá bætir maður einfaldlega við eða gerir færri umferðir)

 

Garn:

Prjónað með einum þræði DROPS merino extra fine og einum þræði silk mohair saman.

 

Stærðir og magn af garni:

                           Merino - Mohair:

XS: 9 dokkur (450g) - 5 dokkur (125g)

S: 10 dokkur (500g) - 6 dokkur (150g)

M: 11 dokkur (550g) - 7 dokkur (175g)

L: 12 dokkur (600g) - 8 dokkur (200g)

XL: 13 dokkur (650g) - 9 dokkur (225g)

 

Prjónfesta:

19 L x 26 umf = 10 x 10 cm

með einum þræði drops merino extra fine og einum þræði silk mohair á 4,5 mm prjóna

 

Það sem þarf:

  • Garn
  • 3,5 mm hringprjónn (40 cm langir)
  • 4,5 mm hringprjónar (40 og 60/80 cm langir)

  • 3,5 mm sokkaprjónar
  • Prjónamerki, 2x stórar hjálparnælur, saumnál og skæri.

 

Hönnuður:

Tinna Laufdal

 

Þegar þú gengur frá greiðslu, veldu þá "sækja pöntun" þá sleppur þú við sendingarkosnað (uppskriftina færðu á rafrænu formi).

 

Þegar greiðsla hefur verið framkvæmd ferðu sjálfkrafa beint yfir á síðu þar sem þú getur niðurhalað uppskriftinni. Einnig færðu sendan tölvupóst þar sem þú getur líka niðurhalað henni. Ef þú finnur ekki tölvupóstinn, prófaðu að athuga í "spam" hólf.

Hanna fullorðins peysa - uppskrift

€8.00Price
    bottom of page